Gott og gagnlegt 2

44 – GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR Þrif á kæliskáp Á öllum heimilum er nauðsynlegt að þrífa kæliskápinn reglulega. Sumir kæliskápar hafa innbyggt frystihólf. Flestir þeirra hafa sjálfvirkan affrystibúnað. Ef svo er ekki verður að byrja á því að affrysta hólfið eftir að búið er að rjúfa strauminn á skápnum og taka matinn úr honum. Það er gott að setja skál með heitu vatni í frystihólfið til að bræða og losa ísinn. • Stillið rofann á 0. • Takið öll matvæli úr skápnum og geymið þau á köldum stað. Látið frosin matvæli í plastpoka og vefjið t.d. dagblaðapappír utan um þau svo að þau þiðni síður. • Takið allt lauslegt úr skápnum, svo sem hillur og skúffur, þvoið úr volgu sápuvatni og þurrkið vel. • Þvoið skápinn vandlega að innan með volgu sápuvatni, síðan með hreinu volgu vatni og þurrkið skápinn síðan vel að innan. • Þvoið gúmmíhringinn á hurðinni úr hreinu vatni og þurrkið hann vel. • Setjið hillur, skúffur og matvæli á sinn stað. • Kveikið á skápnum og stillið rofann. • Þvoið og þurrkið skápinn að utan. Ekki reyna að skafa ísinn eða losa með oddhvössu áhaldi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=