Gott og gagnlegt 2

GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR – 43 Á hverju heimili má finna mörg tæki sem ganga fyrir rafmagni. Rafmagn er ekki ókeypis. Þið getið tekið þátt í því að spara rafmagn. Mörg einföld ráð, sem við hugsum ekki alltaf um, geta hjálpað til. Munið að slökkva ljósin. Ekki hafa kveikt á ljósi nema þið séuð í herberginu. Óþarfi að hafa ljósin kveikt þegar bjart er úti. Ekki hafa kæli og frysti opna að óþörfu. Ekki elda frosinn mat. Látið hann þiðna fyrst í kæli. Ekki hafa kveikt á sjónvarpinu nema þið séuð að horfa. Ekki hafa kveikt á útvarpinu nema þið séuð að hlusta. Ekki hafa kveikt á tölvu eða prentara nema þið séuð að nota tækin. Helluborð er mun sparneytnara en bakaraofn. Ætlið þið að steikja mat, ofnbaka eða sjóða? Hvað er hagstæðast? Ekki hita bakara- ofninn upp fyrir eitt rúnstykki. Er til örbylgjuofn á heimilinu? Notið hann til þess að hita upp matarafganga í stað þess að hita þá í potti eða í ofni. Rafmagnsnotkun Rafmagnsnotkun fer eftir því: • Hversu stórt heimilið er. • Hversu margir búa þar. • Hversu oft og hvernig heimilistæki og ljós eru notuð. Munið þið eftir einhverjum tækjum í kaflanum um þvottinn sem nota mikið rafmagn? Hvað þarf að hafa í huga þar til þess spara rafmagnið? Munið að slökkva á sjónvarpinu strax að lokinni notkun. Það er ekki nóg að slökkva með fjarstýringunni, það skapar brunahættu!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=