Gott og gagnlegt 2
42 – GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR Óhreinn þvottur sem er geymdur verður að vera þurr, annars myglar hann. Geymið óhreinan þvott þar sem loftar vel um hann. Kynnið ykkur þvottaleiðbeiningar vel. Varist að þvo saman föt úr ólíkum efnum eða þau sem láta lit. Farið nákvæmlega eftir hitastigi sem gefið er upp á flíkinni. Ef ætlast er til að flíkin sé þvegin á 60 °C getur hún gefið frá sér lit ef hún þvegin á vægari hita. Auðveldast er að ná burtu blettum meðan þeir eru nýir. Við getum fest blettinn í flíkinni með því að setja flíkina í þvottavél án þess að meðhöndla blettinn fyrst. Munið að hengja flíkur strax til þerris. Látið þær ekki liggja lengi í vélinni eftir þvott til að koma í veg fyrir að þær krumpist að óþörfu. Eins og þið vitið þá hafa ekki alltaf verið til þvottavélar, hvernig þvoði fólk þvottinn sinn áður en þær komu til sögunnar? Flokkun á þvotti Áður en sett er í þvottavél er nauðsynlegt að: • Flokka þvottinn eftir lit og þvottaleiðbeiningum. • Meðhöndla bletti. • Renna upp rennilásum og hneppa hnöppum. • Tæma alla vasa.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=