Gott og gagnlegt 2

GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR – 39 Forðast óþarfa umbúðir eins og hægt er og draga úr einnota umbúðum sem eru jafnframt óumhverfisvænar eins og til dæmis frauðplastbakkar og plastpokar. Kaupa vörur í stórum einingum en ekki í litlum. Nota margnota innkaupatösku eða innkaupakassa. Flokka heimilisruslið og fara með umbúðir og fleira sem hægt er að endurvinna í endurvinnslustöðvar. Notið þvottavélina rétt. Það eyðir jafnmiklu rafmagni að setja fáar flíkur eins og margar í þvottavélina. Ekki nota þurrkara að óþörfu vegna þess að hann notar mikið rafmagn. Rafmagn er ekki ókeypis.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=