Gott og gagnlegt 2

38 – GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR Margir nemendur fara með nesti í skólann á hverjum degi, aðrir fá heitan mat í hádeginu. Sumir kaupa drykki í skólanum, aðrir eru með nesti að heiman í töskunni. Þið getið haft jákvæð áhrif á umhverfið með því að velja réttar umbúðir fyrir nestið og drykkinn. Hvað gerið þið? Neysluvenjur fólks eru ólíkar. Reynið að vera umhverfisvæn. Hugsið fyrst vandlega áður en þið framkvæmið. Hvað má endurnýta og hvað má endurvinna. Sparnaður í eigin þágu getur um leið haft jákvæð áhrif á umhverfið. Umbúðir og innkaup Gott er að hafa margnota drykkjarflösku fyrir vatnssopann. Vatn er hollt, gott og umhverfisvænt. Það er óþarfi að hafa plast eða aðrar umbúðir utan um brauð í nestisboxi. Velja vörur í umbúðum sem hægt er að endurvinna. Einhver getur ef til vill notað það sem þið eruð hætt að nota. Velja vörur úr endurunnu hráefni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=