Gott og gagnlegt 2

GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR – 37 Fyrir fjóra 2 1 / 2 dl hveiti 2 1 / 2 dl haframjöl 1 / 2 tsk matarsódi 1 / 4 tsk salt 1 dl sykur 1 dl púðursykur 1 tsk vanilludropar 100 g smjör 1 dl Rice Crispies 1 egg 1 dl súkkulaðibitar Aðferð 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180 °C. 2. Blandið öllum þurrefnum saman, nema Rice Crispies og myljið smjörið saman við. 3. Blandið Rice Crispies og súkkulaðibitunum saman við. 4. Vætið í með egginu og hnoðið öllu saman. 5. Skiptið deiginu í sex hluta og rúllið út í jafnar lengjur. 6. Kælið deigið lítillega, mótið kúlur úr deiginu og raðið á ofnplötu með pappír. 7. Bakið í 11–13 mínútur. Úr þessari uppskrift fást 90–100 kökur. Smákökur 40 g hvítkál 1 / 4 laukur 1 lítil gulrót 25 g beikon 1 msk matarolía 1 hvítlauksgeiri 1 / 2 lítri vatn 1 / 2 dós saxaðir tómatar 1 msk tómatþykkni 1 / 2 tsk basil 1 / 4 – 1 / 2 pk tortellini 1 msk söxuð steinselja salt, pipar og kjúklingakraftur 1 msk rifinn ostur Aðferð 1. Rifið hvítkálið, saxið grænmetið og skerið beikonið. 2. Hitið olíuna í potti og léttsteikið grænmetið og beikonið. Gætið þess að þetta brúnist ekki. 3. Hellið vatni, niðursoðnum tómötum og tómatþykkni út í pottinn og hitið upp að suðu. 4. Bætið þá hvítkáli, basil, tortellini og kryddi út í. Sjóðið rólega í 15–20 mínútur. 5. Bætið rifnum osti út í og smakkið til. Minestrone – ítölsk súpa

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=