Gott og gagnlegt 2

36 – GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR Umhverfisverkefni fyrir heimili og skóla 2 dl hveiti 2 dl haframjöl 1 dl púðursykur 1 / 2 tsk matarsóti 80 g smjörlíki eða smjör 1 egg 3–4 msk rabarbarasulta Aðferð 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200 °C. 2. Blandið öllum þurrefnunum saman í skál. 3. Myljið smjörlíkið saman við. 4. Hrærið mjólk eða egg út í og hnoðið. 5. Skiptið 2 / 3 af deiginu í 12 múffumót og þjappið örlítið. 6. Setjið smá sultu ofan á deigið. 7. Myljið afganginn af deiginu ofan á sultuna. 8. Bakið í um það bil 15 mínútur. Hjónabandssæla í múffumótum Markmið verkefnisins eru að: • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku. • Efla samfélagskennd innan skólans. • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan. • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur. • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál. • Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu. • Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning. Skólar á grænni grein – Grænfáninn Grænfáninn er umhverfismerki fyrir skóla. Það geta allir skólar sótt um Grænfánann að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þeir sem uppfylla þau fá að taka þátt í verkefnum sem eiga að efla þekkingu þátttakenda um umhverfismál. Grænfáninn nýtur virðingar víða í Evrópu. Vistvernd í verki er verkefni fyrir heimili Vistvernd í verki er alþjóðlegt umhverfisverkefni fyrir heimili. Markmiðið með verkefninu er að styðja við fólk sem vill taka upp vistvænni lífsstíl. Þetta verkefni er hið eina sinnar tegundar í heiminum í dag svo vitað sé.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=