Gott og gagnlegt 2

GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR – 35 Viðurkennd umhverfismerki eru merki sem finnast á vörum úr endurunnu hráefni sem standast ákveðnar kröfur sem settar eru um magn skaðlegra efna. Merkingarnar gefa til kynna að vörurnar skaða umhverfið minna en sambærilegar vörur sem eru án viðurkenndra umhverfismerkja. Veljum rétt í þágu umhverfisins. Fleiri umhverfismerki Fleiri umhverfismerki er að finna í hillum verslana hér á landi og má þar nefna: Blái engillinn Blái engillinn er þýskt merki og elsta umhverfismerki í heimi. Hér á landi finnst það aðallega á pappírsvörum. Tún/Vottað lífrænt Þetta merki tiltekur ekki umhverfisáhrif vörunnar eða segir til um hversu umhverfisvænar umbúðirnar eru. Merkið segir okkur að varan sé lífræn og þess vegna „náttúruvæn“. Bra miljöval Merki sænsku náttúru- verndarsamtakanna. Á Íslandi finnst þetta merki helst á þvotta- efnum og sápum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=