Gott og gagnlegt 2

GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR – 33 Matreiðsla Til þess að koma í veg fyrir að eggjaskurnin springi við suðu er betra að eggin hafi staðið við stofuhita í smástund áður en þau eru soðin. Ísköld egg springa gjarnan í suðu. Þá er mælt með því að setja eggin í kalt vatn og byrja ekki að taka tímann fyrr en eggin eru byrjuð að sjóða. Ef eggin eru soðin of lengi kemur fram grænn hringur umhverfis rauðuna. Þetta þýðir ekki að eggið sé skemmt. Það má koma í veg fyrir þetta með því að sjóða eggin ekki of lengi, kæla þau strax og taka skurnina af. Egg er hægt að borða ein og sér, harðsoðin, linsoðin, steikt, hleypt, hrærð eða sem aðaluppistöðu í réttum, svo sem eggjaköku. Egg má nota í alls konar brauð og kökur, súpur og sósur, pasta, búðinga og fleira. 2 egg vatn 2 dl pastaskrúfur 6 dl vatn 1 / 2 tsk salt 100 g jöklasalat 50 g agúrka 1 / 8 stk rauð paprika 1 / 2 matarepli (gult) 2 sn skinka Sósa 3 msk hrein jógúrt 1 msk sýrður rjómi 2 tsk tómatsósa 1 / 4 tsk karrí 1 / 2 tsk sætt sinnep Aðferð 1. Setjið eggin í lítinn pott. Harðsoðin egg á að sjóða í 8–10 mín. Kælið. 2. Setjið vatn og salt í pott, látið suðuna koma upp og hellið pastaskrúfunum út í vatnið og látið sjóða samkvæmt leiðbeiningum á pakka. 3. Skolið grænmetið og eplið í köldu rennandi vatni. 4. Skerið salatið í strimla, gúrkuna, paprikuna og eplið í teninga. 5. Skerið skinkuna í litla bita. 6. Blandið öllu saman í skál. Sósa Blandið öllu sem á að fara í sósuna í skál og hrærið vel. Berið sósuna fram með salatinu. Gott er að borða ristað brauð með þessu. Matarsalat með eggjum 3 egg 3 msk kalt vatn 1 / 4 tsk salt 1 / 8 græn paprika 1 / 8 rauð paprika 2 pylsur 30–50 g ostur 25 g smjörlíki Aðferð 1. Egg, vatn og salt þeytt saman í skál. 2. Skerið pylsur í þunnar sneiðar. 3. Skolið paprikuna og skerið í litla teninga. 4. Rífið ostinn. 5. Bræðið smjörlíkið á pönnu við vægan hita. 6. Steikið pylsusneiðarnar á pönnunni smástund. 7. Hellið eggjahrærunni yfir pylsurnar, lækkið strauminn og látið hræruna stífna. Litrík eggjakaka • Meðalstórt egg þarf 3–4 mínútur í suðu til að vera linsoðið. • Meðalstórt egg sem nota á í salat þarf að sjóða í 5–6 mínútur. • Meðalstórt harðsoðið egg þarf að sjóða í 8 mínútur. • Stórt egg, harðsoðið, þarf að sjóða í 10 mínútur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=