Gott og gagnlegt 2

32 – GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR Egg hafa verið tínd til matar allt frá árdögum en Indverjar voru fyrstir til að halda hænur vegna eggjanna. Svartfuglsegg, andaregg, gæsaegg og kríuegg eru einnig tínd til matar hér á landi. Skurn hænueggjanna getur verið hvít eða ljós­ brún en liturinn breytir engu um bragð eða næringargildi. Sama má segja um rauðuna sem getur verið ljósgul eða dökkgul á litinn. Fyrir kemur að tvær rauður eru í einu eggi en þá getur skurnin verið þynnri og viðkvæmari. Aðalhlutar eggsins eru þrír Yst er skurnin sem að utan er þakin eins konar vaxhúð en að innan himnu sem nefnist skjall. Skurnin er alsett loftgötum til þess að unginn geti andað meðan hann er í egginu. Vatnið í egginu gufar smám saman upp gegnum loftgötin og myndast þá loftrúm í breiðari enda eggsins. Það stækkar við geymslu. Fyrir innan skjallið er hvítan og í miðju eggsins er rauðan . Utan um rauðuna er rauðuhimna og úr henni liggja tveir rauðuþræðir hvor í sinn enda eggsins. Næringarefni Hænuegg eru næringarrík, enda eru þau frá náttúrunnar hendi hugsuð sem efniviður í og næring handa ungviði, þau eru próteinauðug og innihalda mikið af A-vítamíni, svo og B-, D- og E-vítamín, joð, sink og fleiri efni. Vítamínin og steinefnin eru nánast öll í rauðunni en þar er líka mestöll fitan. Geymsla Góð egg eiga að vera lyktarlaus og ef eggin eru nýorpin á eggjahvítan að vera þykk, seig og glær. Best er að geyma egg á köldum, þurrum og dimmum stað með mjórri endann niður. Egg geymast a.m.k. 3–4 vikur í kæli. Þegar við kaupum egg í búð eiga umbúðirnar að vera með pökkunardegi þannig að við vitum hversu gömul þau eru. Fersk egg teljast yngri en 10 daga gömul en eftir að eggin verða 14 daga ætti aðeins að nota þau í bakstur. Það á ekki að nota egg sem eru sprungin þegar þau eru keypt því að þau eru þá gróðrarstía fyrir sýkla og örverur. Aldrei á að þvo eggin nema þá bara rétt fyrir notkun, því þvottur skemmir varnir eggjanna gegn örverum, auk þess sem þau taka þá frekar í sig lykt. Egg Helstu næringarefni í eggjum eru prótein fita vítamín A, B og D steinefni vatn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=