Gott og gagnlegt 2
30 – GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR Þurrkun Ein elsta vinnsluaðferð sem þekkist er þurrkun matvæla og hafa Íslendingar notað hana mikið, sérstaklega þegar skortur var á salti og eldiviði. Hver kannast ekki við harðfisk sem er þurrkaður fiskur, oftast ýsa, þorskur eða steinbítur? Kæsing Þegar matur er kæstur er hann látinn gerjast og byrja að rotna. Með þessu fæst fram sterkt bragð sem margir eru sólgnir í. Skatan sem borðuð er á Þorláksmessu er kæst og henni fylgir því sterk lykt. Súrsun Ýmis matvæli má geyma langtímum saman með því að leggja þau í súr. Mysa sem féll til við skyrgerð á sumrin var farin að gerjast á haustin og var þá kölluð sýra sem fólk drakk eða notaði sem súr. Þegar sýran gengur inn í matinn drepur hún sýkla sem þar eru auk þess að mýkja hann. Nú á dögum er matur lagður í súr fyrir þorrann, því í þorramat þykir ómissandi að hafa súrt slátur, súrsaða hrútspunga o.fl . Gamlar vinnsluaðferðir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=