Gott og gagnlegt 2

GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR – 29 4 dl hveiti 1 1 / 2 dl sykur 1 tsk engifer 2 tsk kanill 1 tsk negull 1 tsk matarsódi 1 / 8 tsk pipar 90 g smjörlíki 1 / 2 dl síróp 1 / 2 dl mjólk Aðferð 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200 °C. 2. Blandið öllum þurrefnum saman í skál. 3. Myljið smjörlíkið saman þurrefnin. 4. Búið til holu í deigið. Hellið sírópinu og mjókinni í holuna og hrærið saman. 5. Setjið deigið á borðið og hnoðið. 6. Fletjið deigið út með kökukefli og stingið út myndir eða mótið úr því kúlur. 7. Bakið kökurnar í miðjum ofni í 10 mínútur. (Ef notaður er blástursofna þá styttist baksturstíminn) Piparkökur 1 dl volgt vatn 2 1 / 2 tsk þurrger 2 msk sykur 1 / 2 tsk salt 50 g smjörlíki eða 1 / 2 dl matarolía 1 egg 3 1 / 2 dl hveiti 1 / 2 –1 dl hveiti (til að strá yfir deigið í skálinni) 2 msk smjörlíki eða 2–3 msk mjólk (til að setja innan í vínarbrauðslengjurnar) Tillögur að fyllingu Epli, eplamauk, rúsínur, rabarbarasulta (eða önnur sulta), kanelsykur, marsipan og súkkulaðibitar. Aðferð 1. Mælið volgt vatn í skál. 2. Setjið ger, sykur, salt, feiti og egg út í skálina og hrærið. 3. Setjið 3 1 / 2 dl af hveiti og hrærið og sláið deigið í skálinni. 4. Stráið 1 / 2 –1 dl af hveiti yfir deigið í skálinni og látið það lyftast á volgum stað í um það bil 10 mínútur. Á meðan er gott að taka til í fyllinguna. 5. Hrærið deigið og hnoðið. Skiptið því í tvo jafnstóra hluta sem flattir eru út í aflangar lengjur 15 x 25 cm stórar, hérna duga kraftar skammt heldur er það þolinmæði, þjálfun og lagni sem dugar. Penslið með bræddu smjörlíki eða mjólk. 6. Setjið lengjuna á bökunarplötu með bökunarpappír á. Skerið lengjuna í þrjá jafnstóra bita þvert yfir og þrjá skurði upp í hverja hlið á bitunum. Setjið fyllingu á miðjuna langsum, brjótið deigið yfir, fallegt er að láta deigendana skarast. 7. Penslið yfir með mjólk eða eggjablöndu og stráið söxuðum möndlum eða hnetum yfir. 8. Setjið plötuna í kaldan ofninn og stillið á 200 °C. Baksturinn tekur um það bil 20 mínútur. Vínarbrauð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=