Gott og gagnlegt 2

28 – GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR 350 g soðinn fiskur (ýsa eða þorskur) 350 g soðnar kartöflur 30 g smjör 1 / 2 meðalstór laukur 30 g hveiti 4 dl mjólk 1 / 4 tsk salt örlítill pipar 1 / 2 soðteningur, fisk- eða hænsnakraftur Plokkfiskur Soðin ýsa eða þorskur, sett út í hveitijafning ásamt soðnum kartöflum, lauk og kryddi og hrært eða stappað. Plokkfiskur er oftast borinn fram með rúgbrauði og smjöri. Heimildir um mataræði skólapilta í Skálholti árið 1771 sýnir að þá borðuðu þeir plokkfisk eða sundmaga í annað mál en harðfisk í hitt, en ekki hafa þó verið kartöflur eða laukur í þeim plokkfiski og trúlega hefur hann verið harla ólíkur þeim rétti sem við þekkjum nú, sennilega aðeins stappaður með miklu smjöri. Graslauk er gott að klippa út á eða yfir réttinn. Aðferð Saxið laukinn smátt. Roð- og beinhreinsið soðinn fiskinn. Skerið soðnar kartöflurnar í bita. Bræðið smjörið í potti við meðalhita. Setjið laukinn í pottinn og mýkið hann í smjörinu. Hann má ekki brúnast. Bætið hveitinu út í og hrærið þangað til blandan þykknar. Haldið áfram að hræra og bætið mjólkinni smátt og smátt út í þangað til búið er að nota alla mjólkina. Látið suðuna koma upp og kryddið með teningi, salti og pipar. Þegar sósan er tilbúin bætið þá soðnum fiski, ýsu eða þorski út í ásamt kartöflunum og látið suðuna koma upp. Berið fram með rúgbrauði. Plokkfiskur Lýsi Snemma á öldinni gerðu danskir vísindamenn rannsóknir á eskimóum í Grænlandi sem sýndu að þeir lifðu nær eingöngu á fiski og kjöti. Nokkru síðar kom í ljós að þetta sama fólk hefur einhverja lægstu tíðni hjarta- og æðasjúkdóma sem þekkist. Lýsi er fita sem unnin er úr lifur ýmissa fiska svo sem þorsks, ufsa og hákarls. Þorskalýsi og ufsalýsi er auðugt af A- og D-vítamínum. Hákarlalýsi inniheldur ekki þessi vítamín. Ekki er gott að taka of mikið af lýsi því A- og D-vítamínin geta safnast upp í líkamanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=