Gott og gagnlegt 2

26 – GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR Lax Laxinn hefur löngum verið í hávegum hafður en hann þykir góður matfiskur. Lax er oftast soðinn, heill eða í stykkjum, og borinn fram með kartöflum, gúrku- og tómatsneiðum, sítrónu­ bátum og öðru einföldu meðlæti. Eins og margar aðrar fisktegundir verður hann bragðbestur ef hann er soðinn með beinum við vægan hita. Lax má einnig steikja eða grilla og sumir segja að best af öllu sé að vefja hann í smurðan álpappír og baka í ofni. Hann er einnig reyktur, grafinn eða lagður í kryddlög og borinn fram sem forréttur eða hafður ofan á brauð. 1 flak af laxi eða silungi 300–500 g 1 / 4 – 1 / 2 tsk salt örlítið picanta krydd nýmulinn pipar 1 / 2 –1 msk sítrónusafi 20 g bráðið smjör eða smjörvi nokkrar ostsneiðar eða 100 g gráðostur Setjið kartöflurnar upp til suðu áður en þið byrjið að matreiða fiskinn. Aðferð 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180 °C. 2. Flakið er skolað í ísköldu vatni og lagt á bretti. Þerrað lítillega með eldhúspappír. 3. Þá er að glíma við hnakkabeinin, en þau liggja í miðjum vöðva niður eftir hnakkastykkinu og eru 24 í hverju flaki. En ef til vill erum við heppin og fisksalinn hefur skorið nokkur í burtu, þegar hann tók hausinn af. Best er að ýfa beingarðinn upp með litlum oddhvössum hníf og kippa þeim síðan upp úr vöðvanum. Þessi bein eru ókostur bleiku fiskana. 4. Næst er að skera tvo 1–1 1 / 2 cm djúpa skurði eftir endilöngu flakinu. 6. Kryddið fiskinn og penslið hann með bræddu smjöri. 7. Setjið ost í skurðina og leggið flakið í smurt eldfast mót eða litla ofnskúffu og bakið í 15–20 mínútur, eða þar til fiskurinn er bakaður í gegn. Prófið að stinga með hníf í flakið þar sem það er þykkast og skoða hvort fiskurinn er bakaður í gegn. Ef sporðurinn er langur og mjór er hægt að brjóta hann saman eða skera hann af og setja aðeins seinna inn í ofninn. Ofnbakaður lax með osti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=