Gott og gagnlegt 2

GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR – 25 Lúða Stærstu lúður geta orðið á þriðja metra á lengd og yfir þrjú hundruð kíló á þyngd en slíkir stórfiskar eru afar sjaldséðir. Önnur nöfn á lúðu eru m.a. heilagfiski, flyðra og spraka. Yfirleitt er lúða flokkuð í smálúðu og stórlúðu. Smálúða er oftast seld í flökum en stærri lúða í þverskornum sneiðum. Lúða þykir sérlega góður matfiskur, einkum þó smálúða, þétt í sér, hvít og bragðgóð. Lúðu má grilla, sjóða, gufusjóða, pönnusteikja eða baka, en einnig er gott að leggja hana í kryddlög úr sítrónusafa og borða hana hráa. 1 dós hakkaðir tómatar með hvítlauk 5 dl vatn 1 dl laukur saxaður ( 1 / 2 stk) 1 dl gulrót söxuð (1 meðalstór) 1 / 2 dl sellerí saxað (u.þ.b. 1 / 3 stk) eða 1 / 2 tsk sellerísalt 1 / 2 dl söxuð paprika græn (u.þ.b. 1 / 3 stk) 2 msk olía 1 / 4 dl kaffirjómi 1 tsk kjötkraftur 1 tsk púðursykur 1 / 2 tsk salt 100–125 g ýsa í litlum bitum Aðferð 1. Flysjið og saxið laukinn smátt. 2. Þvoið gulrót, sellerí og papriku, saxið smátt. 3. Léttsteikið laukinn og grænmetið í olíunni. 4. Setjið vatnið, hökkuðu tómatana, kjötkraftinn og púðursykurinn saman við í pottinn. 5. Þegar sýður í pottinum er hitinn lækkaður og látið sjóða í 5 mín. 6. Skerið ýsuna í litla bita, setjið út í pottinn og látið sjóða í 5 mín. 7. Bætið kaffirjómanum saman við og látið sjóða áfram í 5 mínútur. Fiskisúpa með grænmeti Rækja Það er ekki langt síðan Íslendingar fóru að borða rækjur en þær þykja víða herramannsmatur. Til eru ýmsar tegundir og afbrigði af rækjum og eru þau misjöfn að stærð, lit og útliti en flestar verða rauðbleikar við suðu. Sú rækja sem fæst í verslunum er yfirleitt smá og hún er oftast pilluð, soðin og frosin. Rækjur eru notaðar ofan á brauð og í salöt, pastasósur, fiskisúpur, sjávarréttablöndur og margt annað. Það má t.d. djúpsteikja þær, pönnusteikja eða grilla og bera fram með ídýfu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=