Gott og gagnlegt 2

24 – GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR Þorskur Nýveiddur, þorskur er afbragðsmatur og margir taka hann fram yfir ýsuna, enda er hann safa- og bragðmeiri. Fiskholdið er hvítt og fremur bragðmilt og þarf að gæta þess að sjóða fisk- inn ekki of lengi. Þorskinn má sjóða, gufusjóða, pönnusteikja, ofnbaka og djúpsteikja. Einnig má hakka hann og gera úr honum buff, fiskbúðing, bollur o.fl . Á hrygningartíma þorsksins er hann oft borðaður með hrognum og lifur, en þá er fiskurinn sjálfur einna rýrastur. Hann er oft flattur og saltaður, siginn eða hertur. Upprunaleg merking orðsins þorskur er hugsan- lega þurrkaður fiskur. Þorskur er heilnæmur matur, hitaeiningasnauður og prótínauðugur. 350 g fiskflök 1 / 2 msk hveiti 1 / 2 tsk salt 1 dl matreiðslurjómi 1 / 4 dl chilisósa 1 dl rifinn ostur Aðferð 1. Kveikið á ofninum og stillið hann á 225 °C. 2. Smyrjið eldfast mót með örlítilli matarolíu. 3. Stráið hveitinu innan í mótið. 4. Skerið fiskinn í frekar smáa bita og setjið í mótið, með roðhliðina niður. 5. Stráið saltinu yfir fiskinn. 6. Blandið saman í skál chilisósu og rjóma, hellið yfir fiskinn. 7. Stráið rifnum ostinum yfir fiskinn. 8. Bakið á næst neðstu hillu í ofninum í u.þ.b. 20 mínútur. 9. Berið fiskinn fram með soðnum kartöflum og salati. Chilifiskur í ofni 1 / 2 kg kartöflur með heillegu, blettalausu hýði 2 msk bragðlítil matarolía nýmulinn pipar 1 / 2 tsk salt rósmarín, þurrkað eða ferskt Aðferð 1. Kveikið á ofninum og stillið hann á 200 °C 2. Kartöflurnar, sem verða að vera með fallegu hýði, ekki blettóttar, eru þvegnar og skornar í báta. Þykkari kanturinn á að vera 1 – 1 1 / 2 cm. 3. Kartöflubátunum er raðað með þynnri kantinn upp á ofnplötu með bökunarpappír og þeir penslaðir með matarolíunni og kartöflukryddinu stráð yfir. 4. Bakað í miðjum ofni við 200 °C í um það bil 30 mínútur eða þar til kartöflubátarnir eru ljósbrúnir og mjúkir í gegn. Bakaðir kartöflubátar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=