Gott og gagnlegt 2

GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR – 21 5 dl hveiti (eða 2 dl heilhveiti og 3 dl hveiti) 1 / 2 tsk matarsódi 2 tsk lyftiduft 1 / 2 tsk salt 1 msk sykur 1 msk sesamfræ 50 g smjörlíki eða 2 msk matarolía 2 dl mjólk Aðferð 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200 °C. 2. Mælið öll þurrefnin í skál og blandið þeim vel saman. 3. Vigtið smjörlíkið og myljið það saman við hveitiblönduna þar til það sést ekki. 4. Vætið í með mjólkinni (og matarolíunni ef ekki er notað smjörlíki) og hrærið saman með sleif. 5. Hellið deiginu á borð og hnoðið létt saman. 6. Skiptið deiginu í tvennt og klappið út í tvo ferhyrninga u.þ.b. 1 1 / 2 cm þykka. 7. Skerið hvern ferhyrning í 6 bita. 8. Raðið á plötu og bakið í miðjum ofni við 200 °C í u.þ.b. 12 mínútur. Skonsur 1 1 / 2 dl volgt vatn 1 1 / 2 tsk þurrger 2 msk matarolía 2 tsk púðursykur 1 / 4 tsk. salt 1 dl heilhveiti 2 dl hveiti Aðferð 1. Mælið volgt vatn í skál og dreifið þurrgerinu yfir. 2. Þegar gerið er uppleyst, bætið þá sykri, salti, matarolíu, heilhveiti og hveiti út í vökvann en munið að geyma 1 / 2 dl af hveitinu þar til síðar. 3. Hrærið vel saman og hnoðið með afganginum af hveitinu. Ef deigið er blautt þá bætið við hveiti. 4. Fletjið deigið út í kringlótta köku og skiptið henni í 8 jafna parta. Vefjið hvern þríhyrning þétt saman frá breiðari endanum. Látið hornin á plötu. 5. Kveikið á ofninum og stillið á 220 °C. Ef notaður er blástursofn má lækka hitann aðeins. 6. Látið hornin lyfta sér á meðan ofninn hitnar. Það má setja hornin inn í kaldan ofninn og lengja baksturstímann. 7. Bakið hornin í 12–15 mínútur. Ef notuð er fylling inn í hornin þá er hún sett á breiðari endann og hornin vafin þétt saman. Það má nota smurost, eða pítsusósu og ost. Fyllt horn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=