Gott og gagnlegt 2
20 – GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR Fuglakjöt Neysla fuglakjöts og þá helst kjúklingakjöts hefur aukist hérlendis undanfarin ár. Kalkúnar og endur eru líka ræktuð til matar. Kjöt af villtum fuglum er einnig töluvert haft til matar, þar má nefna gæsir, rjúpur og sjófugla. Litur fuglakjöts fer töluvert eftir fæði þeirra en einnig eftir því hve mikið þeir nota vöðvana. Vegna þess hve kjúklingar og kalkúnar nota vöðvana lítið er kjöt þeirra ljóst en leggirnir heldur dekkri. Villtir fuglar nota bringuvöðvana miklu meira og því er kjöt þeirra dökkt. Fuglar eru ýmist eldaðir heilir, í stykkjum eða úrbeinaðir. Það verður að koma í veg fyrir að hrátt fuglakjöt komist í snertingu við önnur matvæli við matreiðslu og það þarf að hreinsa áhöld og vinnufleti vel eftir að fuglakjöt hefur verið meðhöndlað. Fuglakjöt er frekar magurt kjöt og er vinsælt soðið, steikt og grillað. Kúskús 1 1 / 2 dl vatn 1 msk matarolía 1 / 2 grænmetisteningur 75 g kúskús 1 / 2 skinnlaus og beinlaus kjúklingabringa skorin í litla bita nokkrir sveppir, skornir í sneiðar 1 / 4 – 1 / 2 laukur, saxaður smátt 1 hvítlauksgeiri pressaður eða saxaður örlítið af nýmöluðum pipar 1 1 / 2 msk matarolía örlítið salt eða kjúklingakraftur 1 / 2 dl vatn 1 / 2 paprika, rauð er fallegust 2–3 msk maískorn 1–2 kvistir steinselja Kúskús 1. Komið upp suðunni á vatninu og setjið olíu og tening út í. Slökkvið undir pottinum. 2. Setjið kúskúsið út í vatnið og látið bíða í minnst fimm mínútur. Hafið lok á pottinum. Hægt er að blanda ýmsu grænmeti, kjöti og fiski saman við kúskúsgrjónin og krydda á marga vegu. Hér er ein tillaga. Aðferð 1. Kjúklingabringan þerruð og skorin smátt, notið bretti. Hendur og áhöld þvegin. 2. Laukur, sveppir og hvítlaukur hreinsað og saxað niður. 3. Olían hituð á pönnu og kjúklingabitar, laukur, sveppir og hvítlaukur steikt í 3–4 mínútur. Hitinn lækkaður. 4. Þá er 1 / 2 dl af vatni hellt á pönnuna, lok sett yfir og látið krauma í nokkrar mínútur. 5. Á meðan er gott að taka til og skera niður papriku, klippa niður steinselju og annað grænmeti sem nota á. 6. Kúskúsgrjónunum, paprikunni og maískornunum er nú blandað saman við kjúklinginn á pönnunni. Látið krauma í 1–2 mínútur. Bragðbætt ef þarf. Steinselju stráð yfir. Kúskús með kjúklingi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=