Gott og gagnlegt 2

GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR – 19 Svínakjöt Svín hafa verið tamin og ræktuð í um níu þúsund ár og hafa elstu minjar um ræktun þeirra fundist í Tyrklandi. Gallar og Germanar höfðu einnig dálæti á svínakjöti. Svín eru frjósamar skepnur, þau éta nánast hvað sem er og hafa verið ræktuð síðan á miðöldum. Svín voru áður fyrr nánast einu dýrin sem alin voru vegna kjötsins. Svínakjöt var langalgengasta kjötið á borðum almennings í Evrópu allt fram á nítjándu öld og var borðað ferskt, saltað og reykt. Úr því voru gerðar alls konar pylsur, kæfur og fleira. Oft voru svín varla meira en hálftamin og öfluðu sér matar í skógum eins og villisvín. Landnáms­ menn fluttu svín með sér til Íslands og þau voru ræktuð hér í einhverjum mæli eins og fjölmörg örnefni bera vitni um, en dóu út á sextándu öld. Það var ekki fyrr en kom fram á 20. öldina að svínarækt hófst hér á ný að einhverju marki. Þegar talað er um svínakjöt eða grísakjöt er yfirleitt átt við kjöt af grísum sem eru um hálfs árs gamlir við slátrun og um fimmtíu kíló að þyngd. Svínakjöt er ljósrautt og fremur fíngert, það getur orðið nærri hvítt við eldun. Spikið á að vera rjómahvítt og þétt í sér. Kjötið er notað í pottrétti, hakk, snitsel og margt fleira. Hamborgarhryggur, sem mikið er borðaður sem hátíðarmatur, er reyktur svínahryggur. 1 dl hrísgrjón 2 dl vatn 1 tsk matarolía 1 / 2 tsk salt 1 msk ólífuolía 1 / 4 tsk karrí 30 g hvítkál 1 / 4 paprika 1 meðalstór gulrót 1 / 4 meðalstór laukur 1 / 2 dl rúsínur 2 sneiðar skinka Aðferð 1. Mælið vatn, hrísgrjón, matarolíu og salt í pott og látið suðuna koma upp. 2. Slökkvið undir pottinum en látið hann bíða á heitri hellunni í 15 mínútur. 1. Skolið, hreinsið og skerið grænmetið niður, athugið að það má eins rífa gulrótina niður á rifjárni. Skolið rúsínurnar á sigti og skerið skinkuna í litla bita. 2. Hitið olíu og karrí á pönnu. 3. Steikið grænmeti og rúsínur við vægan hita í 3–5 mínútur. 4. Bætið þá skinku og soðnum hrísgrjónum saman við. Borið fram með brauði og salati. Hrísgrjónaréttur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=