Gott og gagnlegt 2

18 – GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR 5–10 cm af blaðlauk (ljósi hlutinn) 150 g beinlaust lambakjöt úr framparti, skorið í litla bita og fitusnyrt 1 / 2 tsk grófmulinn pipar (piparblanda er best) örlítið af picanta-kryddi 1–2 msk matarolía 4 1 / 2 dl vatn 1 meðalstór gulrót 70–90 g kartöflur 60 g rófur lítill biti af hvítkáli 1–1 1 / 2 tsk lambakjötskraftur 1 tsk timian 1 / 4 tsk salt steinselja Aðferð 1. Setjið kjötbitana á bretti og skoðið þá. Fjarlægið óæskilega fitu, ef hún er til staðar, og gætið þess að bitarnir séu hæfilega smáir. Myljið eða stráið pipar og picanta yfir kjötið. 2. Hreinsið blaðlaukinn og skerið hann niður, fyrst að endilöngu og þá í sneiðar. 3. Hitið matarolíuna í þykkbotna potti og léttsteikið kjötið. 4. Dragið pottinn til hliðar og bætið vatninu og blaðlauknum út í pottinn. Látið suðuna koma upp og minnkið þá hitann. Ef til vill myndast froða og þá þarf að fjarlægja hana með spaða eða sleif. 5. Hreinsið grænmetið, skerið það í litla bita og setjið út í pottinn ásamt kryddinu. 6. Sjóðið í 20 mínútur. Gott er að klippa steinselju yfir súpuna áður en hún er borin fram. Kjöt- og grænmetissúpa Lambakjöt Kjöt af sauðfé hefur verið borðað frá ómunatíð en framan af var um villifé að ræða. Þó er sauð­ kindin eitt fyrsta húsdýr mannsins. Sauðkindin gengur villt á fjöllum á sumrin en á haustin er henni smalað saman í rétt, dregin í dilka og rekin heim á bæ þar sem valið er úr það fé sem fer í slátrun. Innyfli og hausar sauðkindarinnar eru hirt og nýtt. Upprunalega var sauðkindin frekar ræktuð vegna ullarinnar og mjólkurinnar en kjötsins. Sauð­ kindin er þolgóð skepna sem á auðvelt með að laga sig að fjölbreyttum aðstæðum og er því ræktuð um víða veröld. Það má búast við að kindin hafi komið hingað til lands með land­ námsmönnum. Lambakjöt er ljósara en nautakjöt og vöðvarnir nokkuð fituofnir. Fitan á að vera frekar þétt og stinn. Kindakjötið var algengasta kjötið á borðum landsmanna til margra ára en þá aðallega lambakjötið. Við búum til slátur, lifrar­ pylsu og blóðmör úr innmatnum og blóðinu. Hausinn er sviðinn, soðinn og borðaður. Lamba­ læri og lambahryggur hafa lengi þótt veislu­ matur. Frampartar og fleira er nýtt í súpukjöt og saltkjöt, einnig er kjötið reykt, hver kannast ekki við hangikjöt?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=