Gott og gagnlegt 2

GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR – 17 Nautakjöt Sjálfsagt er óralangt síðan menn veiddu fyrst nautgripi sér til matar. Farið var að temja nautgripi fyrir átta þúsund árum en fyrst og fremst voru þeir hafðir sem dráttargripir. Á miðöldum var nautakjötsát almennt í Evrópu en nautgripir komu hingað til lands með landnáms­ mönnum. Gott nautakjöt er fagurrautt og glansandi, lyktar vel og er fekar þétt og fjaðurmagnað viðkomu. Best er að það sé vel fitusprengt. Mjög magurt nautakjöt verður þurrt við steikingu. Gæði nautakjöts geta verið misjöfn og fara eftir aldri skepnunnar, kyni, fóðri og fleiru. Besta kjötið er talið vera af tveggja til þriggja ára nautum. Nautakjöt er t.d. pönnusteikt, ofnsteikt grillað í sneiðum eða stærri bitum auk þess að vera vinsælt í pottrétti. Nautahakk er notað í margs konar rétti t.d. hamborgara. Sósa 300 g nautahakk 1 / 2 rauð paprika 1 / 2 laukur 1 msk olía 1 / 2 dós niðursoðnir tómatar í bitum 1 dl tómatþykkni 1 / 2 tsk season all 1 / 2 tsk salt 1 / 2 tsk ítölsk kryddblanda 1 tsk kjötkraftur 1–1 1 / 2 dl vatn Spaghettí 10 dl vatn 150 g spaghettí 1 tsk salt 1 tsk olía Aðferð Sósa 1. Hreinsið og skerið papriku og lauk smátt. 2. Setjið olíuna í pott og hitið. 3. Steikið laukinn, paprikuna og kjötið þar til ekkert rautt sést í kjötinu. 4. Setjið tómatana og þykknið saman við í pottinn. 5. Kryddið og smakkið til þegar blandan hefur náð að sjóða svolitla stund. 6. Bætið vatninu út í og látið sjóða meðan spaghettíið er soðið u.þ.b. 20 mín. Spaghettí 1. Látið vatn og salt í pott og hitið að suðu. 2. Setjið spaghettíið út í vatnið og lækkið hitann. 3. Sjóðið spaghettíið samkvæmt leiðbeiningu á umbúðum. Þegar spaghettíið er soðið er vatnið sigtað frá og spaghettíið sett í stóra skál. Kjötsósunni er hellt yfir og borið fram með hrásalati og nýju brauði. Kjötsósa með spaghettí

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=