Gott og gagnlegt 2

16 – GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR Það er ekki vitað hvenær menn fóru að borða kjöt af dýrum en það hafa fundist um það bil 15 milljón ára gömul frumstæð veiðivopn. Þegar veiðimannaþjóðfélögin spruttu upp fyrir 10 þúsund árum og akuryrkjuþjóðir fóru fyrst að temja dýr, þá var það meðal annars í þeim tilgangi að nota kjöt þeirra sér til matar. Næring Allt kjöt inniheldur þrjú meginuppistöðuefni, vatn, prótein og fitu. Bragðmunurinn sem við finnum á kjöti liggur oftast í fitunni en feitt kjöt er yfirleitt bragðmeira. Kjöt af ungum dýrum er að jafnaði meyrara en kjöt af eldri dýrum. Matreiðsla Matreiðsla á kjöti er háð tegund og hvaða hluta skepnunnar er verið að matreiða. Geymsla Þegar geyma á kjöt, hvort sem er í kæli eða frysti, er best að setja það í lofttæmdar umbúðir. Kjöt sem geymt er í plastpoka hefur helmingi minna geymsluþol en það sem er í lofttæmdum umbúðum. Áður fyrr voru ekki til kæliskápar og frystar. Húsmæður þeirra daga höfðu þó ýmsar aðferðir við að geyma matinn. Kjöt 1 / 4 poki mexíkóblanda 1 / 4 – 1 / 2 laukur 150 g nautahakk 1 / 4 paprika 1 msk matarolía 1 1 / 2 msk tómatmauk 1 tsk mexíkókrydd 2–2 1 / 2 dl vatn Aðferð 1. Hvolfið úr pokanum með mexíkóblöndunni í skál og hrærið vel saman. Í pokanum eru hrísgrjón og krydd og þetta þarf að blandast vel áður en því er skipt, en aðeins er gert ráð fyrir 1 / 4 úr pokanum í hverja uppskrift. 2. Hreinsið laukinn og skerið hann smátt. 3. Hitið matarolíuna á pönnu og steikið hakkið og laukinn. 4. Allt annað sett saman við og soðið í 15 mín. Athugið að minnka strauminn eftir þörfum og hafa lok á pönnunni. Með þessum rétti er gott að hafa maísflögur og dreifa yfir eða stinga ofan í réttinn áður en hann er borinn fram. Einnig er tacosósa og ferskt grænmeti nauðsynlegt, sýrður rjómi, avókadósósa og chilibaunir mjög ljúffengt með þessum rétti. Mexíkóskur kjötréttur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=