Gott og gagnlegt 2

GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR – 15 Orkuþörf og íþróttir Fyrir líkamlegan og félagslegan þroska er öllum hollt að stunda einhvers konar reglubundna hreyfingu. Hófleg þjálfun og hollur matur ætti að haldast í hendur. Nú er öllum ljóst að ekki er nóg að þjálfa mikið ef líkaminn fær ekki þá næringu sem honum er nauðsynleg. Til að ná góðum árangri í íþróttum þarf að gæta þess að það sé jafn- vægi á milli þjálfunar, næringar og hvíldar. Þið eruð eflaust sammála um að tengsl séu milli íþróttaþjálfunar og þess sem þið borðið. Bæði þeir sem æfa keppnisgreinar og þeir sem eru einungis í íþróttum sér til heilsu­ bótar og/eða stunda holla útivist þurfa að huga vel að samsetningu fæðunnar. Þið sem eruð að æfa mikið og vaxa og þroskast þurfið að gæta að því að fá næga orku og fjölbreytt næringarefni úr matnum sem þið veljið ykkur. Munið að það er aldrei hægt að stytta sér leið að góðri þjálfun, úthaldi eða styrk með töfralausnum. Besta leiðin til að ná árangri er með góðu fæði, þjálfun og hæfilegri hvíld. Það sem mestu skiptir er að: ­ • Borða fæðu úr öllum fæðuflokkunum. • Borða nægilega mikið miðað við hreyfingu, aldur og kyn. • Borða þrjár aðalmáltíðir og eina til tvær aukamáltíðir á dag til að fá nóga orku. • Líkaminn fái næga hvíld. • Drekka nóg (vatn).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=