Gott og gagnlegt 2

GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR – 13 Heimatilbúið eða keypt? Hvað borðið þið? Hvernig er nestið ykkar? Miklu skiptir að nestið sé fjölbreytt og að þið fáið næringu úr öllum helstu fæðuflokkunum. Þið getið haft áhrif á það með því að útbúa nestið heima í stað þess að kaupa það tilbúið. Lærið að meta eigin neyslu og hvernig þið getið haft áhrif og sparað með því að hafa heima­ tilbúið nesti. Heimatilbúin samloka er dæmi um það hvernig spara má heilmikla peninga í stað þess að kaupa tilbúna samloku. Nesti getur verið margs konar. Heimatilbúið getur verið girnilegt, hollt og gott. Kannið hverju sinni hvað til er á heimilinu. Nestið getið þið útbúið að kvöldi og geymt í kæliskáp til næsta dags. Að útbúa nesti heima getur verið skemmtilegt verkefni sem hefur bæði áhrif á sparnað og umhverfið. Hafið eftirfarandi atriði í huga: 1. Útbúið vikuáætlun. Hafið fjölbreytni í huga, annars verður nestið leiðigjarnt. 2. Notið margnota nestisbox og forðist óþarfa umbúðir. 3. Drykkir með nestinu. Kannið verð, drykkir eru misdýrir. 4. Hafið með ykkur margnota flösku undir vatn. Vatn er hollt, gott og umhverfisvænt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=