Gott og gagnlegt 2

12 – GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR Neysluvenjur okkar eru ólíkar. Allir þurfa mat til að nærast. Við borðum ólíkan mat en það er mikilvægt að hann sé vel samansettur. Hvernig mat veljið þið? Þegar borðað er á milli mála ætti að velja sér hollan og næringarríkan mat. Ávextir og grænmeti er hollur biti á milli mála. Úr ávöxtum og grænmeti fáum við mikilvæg næringarefni. Sælgæti og kex er ekki æskilegur biti á milli mála. Það er næringarsnautt og getur skemmt tennur. Ávextir og grænmeti • gefa þér mikilvæg vítamín, steinefni og trefjar • gefa þér orku sem endist lengur en sælgæti • eru hrein náttúruafurð – óunnin fæða • afganga er hægt að nota í moltugerð, til dæmis bananahýði og eplakjarna • er hægt að kaupa án umbúða Sælgæti • er næringarsnautt • skemmir tennur • er oft í miklum umbúðum sem er ekki umhverfisvænt • er dýrt Hvort er betra að velja? 1 dl heilhveiti 1 dl haframjöl 1 / 2 tsk lyftiduft 1 / 8 tsk salt 2 tsk púðursykur 1 dl + 1 msk mjólk 1 msk matarolía 1 egg 1 / 2 dl rúsínur (má sleppa) Aðferð 1. Mælið þurrefnin og blandið saman í skál. 2. Brjótið eggið í bolla eða litla skál. 3. Bætið mjólk og matarolíu út í og hrærið öllu saman með sleif. 4. Hitið pönnukökupönnu (meðalhita) í um það bil 2 mínútur. Berið matarolíu á pönnuna með eldhúspappír, hitið hana síðan við meðalstraum í 2 mín. Á meðan finnið þið til disk undir lummurnar, pönnukökuspaða, gaffal og stóra skeið. 5. Setjið deigið með skeið á pönnuna. Hæfilegt er að setja 2–3 lummur á í hvert skipti. 6. Snúið lummunum við þegar yfirborðið fer að þorna. Notið pönnu- kökuspaða og gaffal. Úr þessari uppskrift fást 10–12 lummur. Lummur Vænn biti á milli mála

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=