Gott og gagnlegt 2
GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR – 11 Kvöldverður • Kvöldverðurinn er hjá flestum aðalmáltíð dagsins, oft eina heita máltíðin. • Æskilegt er að kvöldverðurinn innihaldi mat úr sem flestum fæðuflokkum. • Það er sjálfsögð kurteisi að bragða á öllum mat. • Kvöldverðurinn er mikilvæg samverustund fyrir fjölskylduna. Hádegisverður • Hádegisverður á að gefa ykkur þá orku og næringu sem nægir fram að síðdegishressingu. • Á skólatíma takið þið annaðhvort með ykkur nægilegt nesti eða borðið matinn sem borinn er fram í skólamötuneytinu. • Ef þið borðið of lítið í hádeginu verðið þið bæði slöpp og þreytt síðustu kennslustundirnar í skólanum. • Ef þið eruð með nesti í hádeginu er æskilegt að það sé úr sem flestum fæðuflokkum til að þið fáið sem mest af nauðsynlegum næringarefnum. • Drekkið vatn með matnum. Síðdegishressing • Oft eruð þið svöng þegar þið komið heim úr skólanum. • Skynsamlegt er að fá sér góða brauðsneið með áleggi, mjólkurglas og ávöxt.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=