Gott og gagnlegt 2

10 – GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR Nesti • Nauðsynlegt er fyrir skólabörn á ykkar aldri að hafa með sér nesti. • Ef þið eruð lystarlaus á morgnana þurfið þið að taka með ykkur gott nesti. • Fyrir ykkur sem borðið næringarríkan morgunverð er nóg að hafa með sér ávöxt og/eða grænmeti. Mjólk er hægt að kaupa í flestum skólum. Máltíðir dagsins Það er gott fyrir ykkur að borða fjölbreyttan mat á reglulegum matmálstímum. Magnið á að vera hæfilega mikið, þannig að ykkur finnist þið vera södd og hafa orku sem endist líkamanum til næstu máltíðar eftir u.þ.b. fjóra tíma. Ef þið borðið of lítið verðið þið fljótt svöng aftur og þá er meiri hætta á því að þið fáið ykkur eitthvað sem bæði getur verið óhollt og eyðilagt matar­ lystina. Ef þið fáið ykkur hressingu á milli mála ættuð þið að velja t.d. brauðsneið, ávexti, hrátt grænmeti og mjólk eða vatn til að drekka með. Morgunverður • Líkami ykkar þarf orku jafnvel þegar þið sofið. • Það er nauðsynlegt að byrja daginn með góðum morgunverði því þá er yfirleitt langur tími frá síðustu máltíð. • Jafnvel þótt þið séuð lystarlaus snemma á morgnana skuluð þið reyna að borða eitthvað áður en þið farið að heiman. • Góður morgunverður gefur ykkur orku til að takast á við daginn. Ef þið eruð svöng hefur það áhrif á skapið, einbeitinguna og úthaldið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=