Gott og gagnlegt 2

GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR – 9 Kolvetni Sá flokkur orkuefna sem við þurfum á að halda í mestu magni eru kolvetni. Þau stuðla að eðlilegum orkuefnaskiptum í líkamanum. Manneldisráð mælir með að hæfilegt magn kolvetna úr fæðunni sé um 50-60% af heildarorku dagsins. Kolvetnum má skipta í sykrur, sterkju og trefjar. Kolvetni fáum við nær eingöngu úr jurtaríkinu, þó fáum við mjólkursykur úr dýraríkinu. Sykrur fáum við aðallega úr berjum, ávöxtum og hunangi. Sterkju fáum við aðallega úr kartöflum, rótargrænmeti og kornvöru. Trefjar fáum við úr frumuveggjum plantna, þær eru nær ómeltanlegar og gefa því enga orku en eru eigi að síður nauðsynlegar fyrir meltinguna. Úr 1 g af kolvetnum fáum við 4 kkal. Prótein Prótein (eggjahvítuefni) eru byggingarefni fyrir allar frumur líkamans. Börn sem eru að vaxa og þroskast þurfa prótein til að mynda nýjar frumur. Fullorðið fólk þarf prótein til að endurnýja frumur líkamans. Prótein eru einnig orkugjafi. Æskilegt hlutfall próteina í fæðunni er a.m.k. 10% af heildarorkuþörfinni. Prótein fáum við aðallega úr dýraríkinu en þeir sem eingöngu borða jurtafæði geta t.d. fengið prótein úr baunum. Úr 1 g af próteinum fáum við 4 kkal. Fita Fita er það næringarefni sem gefur mesta orku. Fita hjálpar til við uppbyggingu á frumum líkamans, er orkugjafi, henni fylgja fituleysanlegu vítamínin A, D, E og K. Í henni eru lífsnauðsynlegar fitusýrur. Æskilegt hlutfall fitu í fæðunni er 25–30% af heildarorkuþörfinni. Fitusýrur eru flokkaðar á eftirfarandi hátt: Mettaðar fitusýrur (hörð fita) t.d. dýrafita. Einómettaðar fitusýrur (mjúk fita) t.d. ólífuolía. Fjölómettaðar fitusýrur (mjúk fita) t.d. lýsi. Úr 1 g af fitu fáum við 9 kkal.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=