Gott og gagnlegt 2

8 – GOTT OG GAGNLEGT 6. BEKKUR Orkuefni Ein hitaeining er sú orka sem þarf til að hita 1 kg af vatni um 1°C. Einnig er til orkumælingin kílójúl sem er 1 hitaeining margfölduð með 4.2. Þegar við erum svöng og þreytt getum við ekki einbeitt okkur að því sem við erum að gera og hætt er við að okkur finnist skóladagurinn langur og erfiður. Í líkamanum breytist fæðan í orku. Bílar nota bensín til að fá orku en við fáum okkar orku úr fæðunni. Hvað er orka? Orka er sá kraftur sem þarf til að framkvæma vinnu, hún er í mörgum myndum og getur breyst úr einu formi í annað. Plönturnar mynda orku með hjálp sólarljóssins sem þær nýta sér til vaxtar. Dýrin borða plönturnar og fá þannig orku, en þegar við borðum mat úr jurta- og dýraríkinu fáum við orku. Við notum hana til þess að hreyfa okkur í leik og starfi, halda á okkur hita til að vaxa og fyrir grunnefnaskipti líkamans þ.e. ósjálfráða starfsemi hans. Orkuefnin gegna mismunandi hlutverki í líkamanum. Í frumunum fer fram bruni og þá myndast orka. Þessa orku mælum við í hitaeiningum (he) eða kílókaloríum (kkal). Orkuefnin eru fita, kolvetni og prótein. Þau gefa mismargar kílókaloríur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=