Gott og gagnlegt 1

Aðferð: 1. Léttþeytið rjómann, annaðhvort með rafmagnsþeytara eða með því að setja rjómann í hristiglas og hrista í 2–3 mínútur. 2. Setjið eggjarauðuna, sykurinn og vanilludropana í skál og hrærið vel. 3. Blandið rjómanum varlega saman við eggjahræruna. Vanillusósa Efni: 1 eggjarauða 1 msk sykur 1 / 2 tsk vanilludropar 1 1 / 4 dl rjómi Efni: 1 epli 1 appelsína 1 / 2 pera 1 banani nokkur vínber 1 / 2 kíví Aðferð: 1. Flysjið alla ávextina nema vínberin. Þvoið þau vel í köldu vatni. 2. Brytjið alla ávextina smátt. Takið steinana úr vínberjunum. 3. Setjið ávaxtabitana í stóra skál. Borið fram með vanillusósu. Ávaxtasalat Efni: 1 egg 1 dl sykur 50 gr brætt smjörlíki eða olía 1 dl mjólk 1 tsk vanilludropar 3 dl hveiti 2 tsk lyftiduft 3 msk súkkulaðibitar Aðferð: Stillið ofninn á 200 °C jafnan hita eða 180 °C blástur. 1. Setjið egg og sykur í skál og þeytið vel saman með þeytara. 2. Bætið bræddu smjörlíki eða olíu út í og hrærið vel saman við. 3. Bætið mjólk og vanilludropum út í og hrærið vel. 4. Setjið hveitið og lyftiduftið í skálina ásamt súkkulaðinu og hrærið saman við en ekki of lengi, þá verður deigið seigt. 5. Skiptið deiginu í 12–14 múffumót og bakið í 12 mínútur. Afmælismúffur 48 – Heimilisfræði 5. bekkur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=