Gott og gagnlegt 1
Borðar þú það sem þú þarfnast ... Matarvenjur eru mismunandi eftir heimshlutum, en allir þurfa að borða til þess að vaxa og þroskast eðlilega. Heimilisfræði 5. bekkur – 3 Heilsa og lífsstíll Góðar neysluvenjur hafa áhrif á heilsuna ... eða bara það sem þig langar í? Matur gegnir mjög mikilvægu hlutverki í lífi okkar. Næring er lífsnauðsynleg líkamanum en matur er líka mikilvægur fyrir félagsleg samskipti. Oft eru matur og drykkur ómissandi þáttur í að gera sér glaðan dag. Til þess að okkur líði vel og við séum heilbrigð þurfum við að gæta þess að fá nóg af þeim næringarefnum sem eru líkaman um nauðsynleg. Það sem við borðum í æsku og á unglingsárum hefur áhrif á heilsu okkar allt lífið. Þess vegna er mikilvægt að fræðast um matvæli og hvað þau innihalda af næringarefnum. Það er ýmislegt fleira sem hefur áhrif á heilsuna. Lífsstíll skiptir miklu máli. Þá er átt við að haga lífi sínu skynsamlega og leggja rækt við sjálfan sig bæði andlega og líkamlega. Sá lífsstíll sem við veljum okkur getur haft afgerandi áhrif á heilsu okkar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=