Gott og gagnlegt 1

46 – Heimilisfræði 5. bekkur Fæging málma Sérstök fægiefni eru til í verslunum fyrir silfur og önnur fyrir kopar. Það er nauðsynlegt að lesa vel leiðbeiningarnar á umbúðunum. Þegar verið er að fægja á að bera fægiefnið á hlutinn og fægja fram og aftur. Það má nota bursta ef það eru svæði sem erfitt er að komast að eins og skorur í mynstri. Fægðu svo yfir hlutinn með hreinum klút. Ef þú ert að fægja nytjahluti sem notaðir eru í mat eins og hnífapör og fleira þá verður þú að skola þá vandlega þegar að þú ert búinn að fægja. Það ber að varast að láta silfur liggja í hitaveitu­ vatni því það verður svart. Silfur má oft þvo í uppþvottavél því þær nota yfirleitt kalt vatn sem þær hita upp. Nytjahlutir: Hlutum úr málmi má skipta í tvo flokka. Annars vegar í nytjahluti svo sem kertastjaka, hnífapör og kökuspaða. Hins vegar í skartgripi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=