Gott og gagnlegt 1

Í safnkassann mega til dæmis alls ekki fara • plastpokar • bleiur • ryksugupokar • áldósir Þetta rotnar ekki og getur aldrei orðið að mold. Heimilisfræði 5. bekkur – 45 Í safnkassann má nota ýmsar matarleifar úr eldhúsinu • leifar og hýði af grænmeti og ávöxtum • kaffikorg og kaffisíur • notaða tepoka • hnetuskurn • eggjaskurn • brauð • pasta Í safnkassann er ekki æskilegt að setja • kjöt- og fiskafgang nema kassinn sé mjög vel einangraður því það getur komið vond lykt auk þess sem kettir og mýs sækja hugsanlega í kassann. Það þarf að hugsa vel um safnkassann og hræra reglulega í honum. Á Íslandi getur það tekið allt að 2–3 ár að búa til gróðurmold með þessu móti. Allt stoðefni flýtir fyrir rotnun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=