Gott og gagnlegt 1

44 – Heimilisfræði 5. bekkur Þegar búið er að slá grasflötina er óþarfi að flytja grasið burt, urða það eða brenna. Því fylgir mengun og flutningskostnaður. Tilvalið er að nota það í moltu­ gerð ásamt öðrum lífrænum úrgangi heimilisins. Dæmi um lífrænan úrgang eru bananahýði, kaffikorgur, appelsínubörkur, gulrót og margt fleira. Molta er heimagerð mold sem hægt er að nota í garðinn og blómabeðin. Til þess að búa til moltu þarf • safnkassa • lífrænan garðúrgang (gras, trjágreinar, blóm ofl.) • lífrænar matarleifar • örverur • rétt hitastig • rétt rakastig • stoðefni/hjálparefni (til dæmis sag, húsdýraáburð, ánamaðka) Moltugerð – safnkassi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=