Gott og gagnlegt 1
Heimilisfræði 5. bekkur – 41 Vörur sem eru pakkaðar í endurnýtanlegar umbúðir eru merktar með alþjóðlegu endurvinnslumerki þar sem einungis umbúðirnar, en ekki innihaldið, eru endurnýtanlegar. Fernur eru gott dæmi um slíkt. Mjólk, ávaxtasafa, súrmjólk, grauta, kókómjólk og fleira er hægt að kaupa í fernum. Þeim á ekki að henda í rusla- tunnuna heldur safna þeim saman og skila í endurvinnslustöð eða sérmerkta gáma. Fernur eru dýrmætt hráefni og úr þeim er hægt að búa til margs konar pappírsvörur eins og eggjabakka, umslög, möppur og dagblaðapappír. Viðurkennd umhverfismerki má finna á ýmsum vörum sem hafa vistvænan lífsferil. Merkin tákna að tiltekin vara hefur síður skaðleg áhrif á umhverfið en sambærilegar vörur án umhverfis- merkja. • Vöruna er hægt að endurvinna sem þýðir að ný vara er gerð úr þeirri gömlu. Til dæmis verða dagblöð að salernispappír. • Varan er visthæf sem þýðir að hún brotnar niður í náttúrunni án þess að skemma umhverfið. Veldu réttar umbúðir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=