Gott og gagnlegt 1

40 – Heimilisfræði 5. bekkur Svanurinn er opinbert norrænt umhverfismerki og það merki sem notað er mest á Norðurlöndunum. Vörur sem hafa Svansmerk­ ið eru betri fyrir umhverfið en aðrar sambærilegar vörur sem hafa ekki Svansmerkið. Blómið er evrópskt umhverfismerki og vörur merktar með Blóminu eru betri fyrir umhverfið en sambærilegar vörur sem hafa ekki merkið. Það má því segja að Blómið og Svanurinn gegni sama hlutverki. Endurvinnsluhringurinn er alþjóðlegt endurvinnslumerki. Umbúðir sem eru merktar með þessu merki eru endur- vinnsluhæfar eða að hluta til úr endurvinnanlegum efnum. Endurvinnslumerkið tryggir okk­ ur þó ekki að sjálf varan sé endurvinnanleg eða að það megi nota hana aftur. Umhverfis- og endurvinnslumerki Allir sem taka þátt í því að kaupa inn fyrir heimilið geta lagt sitt af mörkum til þess að vernda umhverfið. Þið getið hjálpað til og hvatt til þess að umhverfisvænar vörur fari í innkaupakörfuna. Umhverfisvænar vörur eru merktar sérstaklega.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=