Gott og gagnlegt 1

38 – Heimilisfræði 5. bekkur Auglýsingar • túlka oftast kosti vörunnar en ekki galla • reyna að hafa áhrif á tilfinningar okkar frekar en skynsemi • eru ólíkar eftir því hver á að sjá auglýsinguna: barn, unglingur, kona eða karl Auglýsingar Við erum ekki alltaf meðvituð um þau áhrif sem auglýsingar hafa á okkur. Það er mikið af auglýsingum allt í kringum okkur, í blöðum og tímaritum, í sjónvarpinu og á strætó. Tilgangur auglýsinga er að kynna, selja eða vekja athygli á vöru og þjónustu og hvetja okkur um leið til þess að kaupa það sem verið er að auglýsa. Alltof margir kaupa hlutina fyrst og hugsa síðan um notagildið. Ekki gera sömu mistök, hugsaðu fyrst um hvers þú þarfnast í raun og veru og gerðu verðsamanburð. Skórnir skipta máli. Veldu rétt. Er nauðsynlegt að eiga svona mörg pör af skóm?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=