Gott og gagnlegt 1

Meðferð á ullarþvotti Þessi merki er algengt að sjá innan í flíkum úr ull. Hrein ný ull (Woolmark). Þetta merki táknar 100% ull. Handþvottur, vatnið má ekki vera heitara en 40 °C. Má ekki setja í þurrkara. Straujárn 120 °C. Flíkina skal leggja til þerris. Heimilisfræði 5. bekkur – 37 Þvottur á ullarflík Nauðsynleg áhöld: • stórt fat eða þvottabali • mild sápa • stykki til að leggja flíkina á 1. Látið 37–40 °C heitt vatn renna í fat eða þvottabala. Mælið 1 msk af sápu og setjið út í vatnið. Best er að skipta um sápuvatn ef flíkin er mjög óhrein. 2. Þvoið flíkina með því að hreyfa hana og kreista í sápuvatninu. Nuddið hana ekki því þá gæti flíkin þófnað. 3. Skolið flíkina vel og skiptið um vatn í balanum 3–4 sinnum. Gætið þess að vatnið sé alltaf jafn heitt. 4. Kreistið vatnið úr flíkinni en vindið hana ekki. Gott er að vefja flíkina í handklæði og kreista þannig enn betur úr henni vatnið. 5. Breiðið flíkina á stykki til þerris. Ullarþvottur Ullarflík á að þvo varlega og gæta þess að vatnið sé ekki of heitt, vegna þess að ullinni hættir þá til að þófna. Ullar­ flík getur líka þófnað ef hún er þurrkuð við mikinn hita á ofni. Aldrei má hengja ullarflík upp á snúru því þá aflagast hún.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=