Gott og gagnlegt 1
Meðferð á ullarþvotti Þessi merki er algengt að sjá innan í flíkum úr ull. Hrein ný ull (Woolmark). Þetta merki táknar 100% ull. Handþvottur, vatnið má ekki vera heitara en 40 °C. Má ekki setja í þurrkara. Straujárn 120 °C. Flíkina skal leggja til þerris. Heimilisfræði 5. bekkur – 37 Þvottur á ullarflík Nauðsynleg áhöld: • stórt fat eða þvottabali • mild sápa • stykki til að leggja flíkina á 1. Látið 37–40 °C heitt vatn renna í fat eða þvottabala. Mælið 1 msk af sápu og setjið út í vatnið. Best er að skipta um sápuvatn ef flíkin er mjög óhrein. 2. Þvoið flíkina með því að hreyfa hana og kreista í sápuvatninu. Nuddið hana ekki því þá gæti flíkin þófnað. 3. Skolið flíkina vel og skiptið um vatn í balanum 3–4 sinnum. Gætið þess að vatnið sé alltaf jafn heitt. 4. Kreistið vatnið úr flíkinni en vindið hana ekki. Gott er að vefja flíkina í handklæði og kreista þannig enn betur úr henni vatnið. 5. Breiðið flíkina á stykki til þerris. Ullarþvottur Ullarflík á að þvo varlega og gæta þess að vatnið sé ekki of heitt, vegna þess að ullinni hættir þá til að þófna. Ullar flík getur líka þófnað ef hún er þurrkuð við mikinn hita á ofni. Aldrei má hengja ullarflík upp á snúru því þá aflagast hún.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=