Gott og gagnlegt 1

34 – Heimilisfræði 5. bekkur Skóburstun Í dag ætlum við að læra að bursta skó. Það sem við notum eru dagblöð, skóáburður, bursti og klútur. Byrjið á því að setja dagblöð eða dúk á borðið. Þurrkið allt ryk af skónum. Mikil óhreinindi þarf að þvo af með rökum klút og munið að þurrka skóna vel á eftir. Athugið að það þarf stundum að þrífa skóna að innan. Takið reimar úr skónum (ef þær eru) og berið þunnt lag af skóáburði á skóna. Ef þú heldur skónum þínum hreinum og burstar þá reglu- lega þá endast þeir lengur. Látið áburðinn þorna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=