Gott og gagnlegt 1

30 – Heimilisfræði 5. bekkur Samvinna og tillitssemi Á hverjum degi hittum við fólk sem við eigum að sýna bæði tillitssemi og umburðarlyndi. Það er ekki jafnauðvelt að vinna með öllum. Í skólanum hafið þið kannski tekið eftir og verið leið yfir að sumir svíkjast um og trufla aðra. Margir hafa einhvern tíma verið sökudólgar í þessu sambandi og valdið því að samvinna gekk ekki sem skyldi. Það er algjört lykilatriði, bæði í námi og starfi, að geta unnið með öðrum. Hvað felst í því að sýna tillitssemi? Það þýðir að geta sett sig í spor annarra og sýnt öðrum nær- gætni. Í heimilisfræðitímum er stundum verið að vinna mörg verk samtímis. Þá verða allir að vinna saman til að ljúka verkefninu í tæka tíð. Þegar nemendur skipta með sér verkum er mjög mikilvægt að hver og einn vinni verk sitt vel. Það sama gildir á heimilinu. Nú til dags vinna oftast báðir foreldrar utan heimilis og þess vegna er mikilvægt að góð samvinna sé um heimilisstörfin og bæði drengir og stúlkur leggi sitt af mörkum. Flestir tilheyra mörgum hópum. Sumir eru kannski í íþróttafélagi eða skátastarfi, aðrir í æskulýðsstarfi, tónlistarskóla eða einhverju öðru. Allir þessir hópar hafa áhrif. Umgengni og við­ mót við aðra skiptir máli. Ef við erum skapvond, pirruð og ósamvinnuþýð má búast við svipuðu viðmóti frá öðrum. Hafið þið tekið eftir því hvað það er notalegt að fá bros, hrós eða hjálparhönd frá öðrum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=