Gott og gagnlegt 1
Heimilisfræði 5. bekkur – 29 Borðhald Hvað annað dettur ykkur í hug? Það er alltaf gaman að gera sér glaðan dag og bjóða til veislu. Gestir þurfa ekki að vera margir eða veitingar dýrar, því það er hægt að skapa notalega umgjörð og skemmtilegt andrúmsloft með því að nota hugmyndaflugið. Í heimilis fræðitíma er hægt að æfa sig með því að vanda sig við að leggja á borð og skreyta. Hægt er að brjóta servíettur fallega, útbúa borðskreytingar úr pappír, lifandi blómum, kertum eða jurtum og öðru sem hægt er að tína úti, allt eftir árstíma og tilefni. Þegar boðið er til veislu er nauðsynlegt að skipu leggja ákveðin atriði. Það þarf að ákveða hvenær halda á veisluna, hverjum á að bjóða, hvað á að vera í matinn eða með kaffinu og hvernig best er að leggja á borð og skreyta það. Góðir borðsiðir eru alltaf mikilvægir, ekki síst í gestaboðum. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga: • Mætið stundvíslega í veisluna. • Sitjið fallega við borðið meðan á borðhaldi stendur. • Ekki setja of mikið á diskinn í einu. • Teygið ykkur ekki yfir disk sessunautar ykkar, biðjið frekar um að ykkur sé rétt. • Byrjið ekki að borða fyrr en allir hafa fengið sér á diskinn. • Grípið ekki fram í fyrir öðrum. Allt er vel, sem vel skipast.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=