Gott og gagnlegt 1
28 – Heimilisfræði 5. bekkur Efni: 1 dl heilhveiti 1 dl haframjöl 1 / 2 tsk lyftiduft 1 / 8 tsk salt 2 tsk púðursykur 1 dl + 1 msk mjólk 1 msk matarolía 1 / 2 tsk vanilludropar 1 egg 1 / 2 dl rúsínur (má sleppa) Aðferð: 1. Mælið og blandið þurrefnunum saman í skál. 2. Bætið mjólk og matarolíu út í. 3. Brjótið eggið í bolla eða litla skál og hrærið öllu saman með sleif. 4. Hitið pönnukökupönnu á miðstraum í um það bil 2 mínútur. Ef til vill þarf að bera á hana matarolíu með eldhúspappír.Það gerið þið áður en pannan er hituð. Á meðan finnið þið til disk undir lummurnar, pönnukökuspaða, gaffal og stóra skeið. 5. Setjið deigið með skeið á pönnuna. Hæfilegt er að setja 2–3 lummur á í hvert skipti. 6. Snúið lummunum við þegar yfirborðið fer að þorna. Notið pönnukökuspaða og gaffal. Úr þessari uppskrift fást 10–12 lummur. Þið getið stækkað uppskriftina um helming ef það eru 4 eða fleiri sem þið eruð að baka fyrir. Lummurnar eru bestar nýbakaðar með sultu eða sykri. Lummur Efni: 2 dl hveiti 1 dl sykur 1 dl kornflögur, muldar 1 msk kókósmjöl 1 / 4 tsk salt 1 / 4 tsk natron 50 g smjörlíki 50 g suðusúkkulaði, saxað 1 egg Aðferð: 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200 °C. 2. Saxið súkkulaðið smátt og myljið kornflögurnar. 3. Mælið öll þurrefnin, nema súkkulaðið, í skál og hrærið saman. 4. Myljið kalt smjörlíkið saman við, notið fingurgómana. 5. Hrærið söxuðu súkkulaðinu saman við. 6. Notið desilítramál eða bolla til að brjóta eggið í áður en þið bætið því út í skálina, hrærið og hnoðið deigið saman. 7. Hnoðið deigið á borðinu og skiptið því í sex jafn stóra hluta. Rúllið hvern hluta út í lengju sem skipt er í 10–12 jafn stóra bita og mótið í kúlur. Raðið á plötu og bakið í 10–12 mínútur. Sparikökur Úr þessari uppskrift fást 60 smákökur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=