Gott og gagnlegt 1

Efni: 3 / 4 dl mjólk 3 / 4 dl heitt vatn 2 tsk þurrger 2 msk sykur 1 / 4 tsk salt 2 msk matarolía 1 lítið egg 1 msk hveitiklíð 4–5 dl hveiti mjólk til að pensla með og 2–3 msk kanelsykur í fyllingu Aðferð: 1. Kveikið á ofninum og stillið á 50 °C. 2. Setjið allt í skál, nema 1 dl af hveitinu og hrærið vel saman. Stráið hveiti yfir og látið deigið hefast á volgum stað ef tími er til. 3. Hrærið deigið og hnoðið, ef til vill þarf að bæta við hveiti. 4. Fletjið deigið út í ferhyrning, örlítið aflangan og penslið með mjólk og stráið kanelsykri yfir. 5. Brjótið deigið inn á við frá báðum langhliðum, þannig að það verði þrefalt. 6. Skerið deigið niður í ræmur, um 1 1 / 2 cm breiðar. Gott er að nota kleinujárn eða pítsuskera. 7. Hnýtið hverja deigræmu í hnút og setjið á ofnplötu með pappír. Munið eftir að hafa gott bil á milli því að hnútarnir stækka í ofninum. 7. Setjið hnútana inn í 50 °C heitan ofninn í 8 mínútur, hækkið svo hitann í 200 °C og bakið áfram í um það bil 15 mínútur. Eða látið lyftast við yl í 15 mínútur og setjið síðan í 200 °C heitan ofn og bakið í 12–15 mínútur. Hnútar Heimilisfræði 5. bekkur – 27 Efni: 6 dl hveiti 1 dl heilhveiti 1 dl hveitiklíð 3 tsk lyftiduft 1 / 2 tsk salt 2 tsk sykur 3 dl mjólk Aðferð: 1. Kveikið á ofninum og stillið á 175 °C. 2. Mælið þurrefnin í skál. 3. Hellið mjólkinni saman við og hrærið í með sleif. 4. Setjið deigið á borðið og hnoðið það lítillega. 5. Skiptið deiginu í tvennt og hnoðið þar til það er samfellt. 6. Setjið brauðdeigið í tvö lítil smurð kökuform. 7. Bakið í um 30 mínútur. Sumarbrauð Brauðgerð Ein elsta matargerð okkar er brauðgerð. Vatni og mjöli var hrært saman og látið súrna og gerjast. Seinna var farið að framleiða gersveppi til að gerja brauð. Það þekkjum við sem pressuger eða þurrger. Gerið er lífrænt lyftiefni sem þarf næringu, raka, yl og loft. Í kökur er notað ólífrænt lyftiefni eins og lyftiduft, matarsódi og hjartarsalt. Það er líka hægt að baka brauð með lyftidufti en þá þarf ekki að hnoða deigið eða láta það lyfta sér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=