Gott og gagnlegt 1
Efni: 3 sneiðar gróft brauð 3 sneiðar skinka 1 / 4 paprika biti af blaðlauk 1 / 2 dl ferskjur 1 / 3 dós skinkumyrja 3 / 4 dl mjólk 1 egg 2–3 msk ferskjusafi 1 / 8 tsk salt 1 1 / 2 dl rifinn ostur matarolía til að pensla mótið Aðferð: 1. Kveikið á ofninum og stillið hann á 200 °C 2. Smyrjið eldfast mót með matarolíu. 3. Skerið skorpuna af brauðsneiðunum, skerið þær í litla teninga og setjið þá í eldfasta mótið. 4. Skerið skinkuna í bita. 5. Hreinsið papriku og blaðlauk og brytjið smátt. 6. Sigtið safann frá ferskjunum og skerið þær smátt. 7. Setjið skinkuna, grænmetið og ferskjurnar í mótið. 8. Setjið skinkumyrjuna í skál og hrærið, bætið mjólkinni smátt og smátt saman við. 9. Bætið eggi, salti og ferskjusafa saman við myrjublönduna og hrærið. 10. Hellið blöndunni yfir í eldfasta mótið. 11. Stráið rifnum osti yfir. 12. Bakið í 15–20 mínútur. Gestaréttur Heimilisfræði 5. bekkur – 23
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=