Gott og gagnlegt 1

22 – Heimilisfræði 5. bekkur Rafmagn • Pottar og pönnur eiga að hafa sléttan botn. Ef botninn er ósléttur þá ruggar potturinn og mikill hluti hitans fer til spillis. • Potturinn þarf að vera jafn stór og hellan sem hann fer á. • Best er að nota alltaf lok og hafa það hæfilega stórt. • Þegar verið er að sjóða kartöflur má slökkva á hellunni þegar 10 mín. eru eftir af suðutímanum. Hellan helst heit og kartöflurnar halda áfram að sjóða. Til þess að elda mat þurfum við helluborð, bakarofn eða örbylgjuofn. Sumir nota gaseldavélar. Þær eru sparneytnari en vélar sem ganga fyrir rafmagni. Við upphitun á matvælum er ódýrt að nota örbylgjuofn, það sparar bæði tíma og raf- magn. Hægt er að spara mikið rafmagn með því að nota helluborð og potta rétt. Helluborð þarf mikið rafmagn og bakaraofn enn meira

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=