Gott og gagnlegt 1

Hreinsun 1. Skerið rótina af og hluta af leggnum ef hann er trénaður. 2. Hreinsið óhreinindin af með mjúkum bursta ef þörf gerist. Sveppir ættu ekki að liggja í vatni þá dökkna þeir, verða linir og bragðlausir. 20 – Heimilisfræði 5. bekkur Geymsla Sveppir geymast best í opnu íláti í kæliskáp í nokkra daga óskolaðir. Geymsla Laukur geymist vel bæði í kæli og við stofuhita. Hreinsun 1. Hreinsið lauk og takið ystu hlífðarblöðin af honum. 2. Skerið lauk þversum í sneiðar eða saxið hann smátt eftir því í hvað á að nota hann. Blaðlaukur er klofinn eftir endilöngu í tvennt og skolaður undir rennandi köldu vatni. 3. Laukur er bragð- og lyktarsterkur. Það má leggja smjörpappír eða plastþynnu ofan á bretti sem á að skera lauk á. Sveppir Það eru til margar tegundir af sveppum bæði ætum og óætum. Sveppir vaxa ýmist villtir eða eru ræktaðir til matar. Það er vandasamt að tína sveppi út í náttúrunni því það getur verið lítill munur á þeim sem eru hæfir til matar og þeim sem eru eitraðir. Sveppir skiptast í hatt, staf og rót. Laukur Laukur hefur verið notaður í mat í þúsundir ára og er talið að hann sé upprunninn í Austur­ löndum nær. Margar tegundir eru til af lauk, til dæmis rauðlaukur, perlulaukur, hvítlaukur, blað­ laukur og graslaukur. Laukur á að vera stinnur viðkomu og blettalaus. Hann geymist vel í ísskáp en sé búið að flysja hann eða skera af honum verður að pakka honum vel inn því hann gefur frá sér sterka lykt. Það er hægt að grilla, steikja og baka lauk, nota hann í salöt, súpur og sósur og ýmsa rétti með kjöti, fiski og grænmeti. Sé laukur grillaður í ofni eða á útigrilli verður hann sætur á bragðið. sveppir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=