Gott og gagnlegt 1

Tómatar Tómata er hægt að kaupa allan ársins hring. Nafnið er komið úr máli frumbyggja Mexíkó. Upphaflega var tómatur kallaður ástarepli eða gullepli og var ræktaður sem skrautjurt og skordýrafæla. Tómatar eru til í mörgum afbrigðum, bæði stórir og smáir, grænir og rauðir. Þeir eru fyrst grænir en verða rauðir eft­ ir því sem þeir þroskast. Óþroskaða tómata má setja út í glugga svo þeir haldi áfram að þroskast og verði rauðir. Á Íslandi eru tómatar ræktaðir í gróðurhúsum. Þeir eru góðir sem álegg, í salöt, til að grilla og baka og til að borða á milli mála. Tómata á að geyma á svölum stað, en betra er að taka þá úr kæliskáp nokkru áður en á að borða þá því kaldir tómatar eru frekar bragðlausir. Tómatmauk er maukaðir, niðursoðnir tómatar. Maukið er notað í sósur, súpur, pottrétti og sem krydd. Hver kannast ekki við pítsusósu? Agúrka Agúrka er ættuð frá Indlandi og hefur ver­ ið ræktuð í þúsundir ára. Agúrkur eiga að vera stinnar með jöfnum, grænum lit. Þær innihalda mikið vatn, töluvert af C-vítamíni og trefjum. Agúrkur geymast vel á svölum stað og eru góð­ ar sem álegg á brauð, í salat og sem biti á milli mála. Paprika Paprika er sætt piparaldin sem hefur verið ræktað í Suður-Evrópu frá því á 17. öld. Paprika er til í ýmsum litum. Paprika á að vera slétt, stinn og gljá­ andi. Paprikur eru C-vítamín-auðug­ ar, þær geymast best í kæli og eru góðar í fersk salöt, kjötrétti, fiskrétti, grillaðar, steiktar, í súpur, pastarétti og fleira. Heimilisfræði 5. bekkur – 19 Paprikur Agúrka Tómatar Gróðurhúsagrænmeti Hreinsun 1. Skolið undir köldu, rennandi vatni. 2. Þerrið með þurrku eða bréfi. 3. Fjarlægið fræsæti og stilk úr papriku. Geymsla Gróðurhúsagrænmeti geymist best í grænmetisskúffu neðst í kæliskáp.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=