Gott og gagnlegt 1
18 – Heimilisfræði 5. bekkur Kátar kartöflur Efni: 2 meðalstórar kartöflur 1–2 msk laukur eða blaðlaukur 1 / 8 paprika 1–2 msk matarolía 1 / 4 tsk krydd t.d. salt eða picanta krydd 1 egg 1 / 2 dl mjólk 3 / 4 dl rifinn ostur 1 / 4 tsk þurrkað dill eða steinselja (má sleppa) Aðferð: 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180 °C. 2. Penslið formið sem nota á fyrir réttinn, til dæmis hringlaga form um 15 cm í þvermál. 3. Afhýðið kartöflurnar, skolið í köldu vatni og rífið á rifjárni eða skerið í þunnar sneðar. 4. Afhýðið laukinn og skerið í litla bita, skolið paprikuna og skerið í litla bita. 5. Hitið matarolíu á pönnu, stillið á meðalhita og steikið lauk og papriku í 4–6 mínútur, dragið þá pönnuna til hliðar og slökkvið á hellunni. 6. Setjið kartöflurnar í smurt formið og stráið salti og öðru völdu kryddi yfir ásamt lauk og papriku af pönnunni. 7. Brjótið eggið í skál og mælið mjólkina saman við. Sláið saman með gaffli og hellið yfir kartöflurnar og grænmetið í forminu. 8. Stráið ostinum yfir og dilli eða steinselju ef vill. 9. Bakið neðarlega í ofninum í 20–30 mínútur. Athugið að rifnar kartöflur þurfa styttri tíma en kartöflur í sneiðum. Gulrótabollur Efni: 1 1 / 2 dl heitt vatn 1 / 2 dl súrmjólk 1 / 2 dl mjólk 2 1 / 2 tsk þurrger 1 / 2 tsk salt 1 tsk hunang 3 msk matarolía 1 dl rifnar gulrætur (1–1 1 / 2 gulrót eftir stærð) 2 msk saxaðar valhnetur (má sleppa) 1 dl hveitiklíð 5–6 dl hveiti Aðferð: 1. Kveikið á ofninum og stillið á 50 °C. 2. Hreinsið, skolið og rífið gulræturnar á rifjárni. 3. Saxið valhneturnar ef þær eru notaðar. 4. Mælið vatn, súrmjólk og mjólk í skál. 5. Hrærið þurrgeri, salti, hunangi og matarolíu saman við. 6. Blandið öllu öðru út í skálina, en haldið eftir 1 dl af hveiti. Hrærið og sláið deigið. 7. Bætið hveiti saman við og sláið deigið áfram þangað til það er laust frá skál og sleif. Hnoðið saman í skálinni og látið lyfta sér, ef tími er til. 8. Hnoðið deigið á borðinu og skiptið því í þrjá hluta. Rúllið út í lengjur og skiptið hverri lengju í 6 jafn stóra bita, mótið bollur. 9. Raðið bollunum á ofnplötu og penslið með eggjablöndu. 10. Bakið í 5–8 mínútur, hækkið þá hitann í 200 °C og bakið í um það bil 15–18 mínútur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=