Gott og gagnlegt 1

Gulrætur Gulrætur eru ríkar af A-vítamíni og 100 g af gulrótum fullnægja dagsþörf okkar. Þær eru því góðar sem biti á milli mála. Gulrætur eru notaðar í ýmsa matargerð eins og pottrétti, súpur, salöt, bakstur og margt fleira. Gulrætur geymast vel á þurrum dimmum og köldum stað, það má líka frysta þær. Kartöflur Kartöflur innihalda gróf kolvetni og tilheyra þeim hópi kolvetnisgjafa sem eru bestir fyrir líkamann. Á Íslandi voru kartöflur fyrst ræktaðar á Bessa­ stöðum árið 1758. Kolvetni gefa orku. Kartöflur innihalda meiri trefjar en til dæmis hvítt pasta og hvít hrísgrjón og eru því hollt og ódýrt meðlæti með hvers kyns grænmetis-, fisk- eða kjötréttum. Kartöflumjöl er unnið úr kartöflum og er notað bæði í bakstur og til að jafna grauta, súpur og sósur. Það er hægt að matreiða kartöflur á ótal vegu: Sjóða þær, baka í ofni með girnilegum fyllingum, grilla, eða búa til franskar í ofni með því að skera þær í strimla og pensla með matarolíu. Svo er auðvelt að útbúa góða kartöflurétti sem eru bakaðir í ofni. Kartöflur á að geyma á dimmum og köldum stað, annars er hætta á að þær fari að spíra. Heimilisfræði 5. bekkur – 17 Hreinsun 1. Þvoið og burstið vel undir köldu rennandi vatni. 2. Afhýða þarf flest rótargrænmeti þar sem æti hlutinn vex niðri í moldinni. Þægilegast er að nota flysjara eða lítinn hníf og flysja þunnt. 3. Best er að brytja eða rífa grænmetið rétt fyrir notkun. Geymsla Flysjað grænmeti, sem geyma þarf í stuttan tíma, er lagt í kalt vatn, geymt í plastpoka eða lokuðu íláti. næpa gulrætur Rótargrænmeti Suða á grænmeti Ef grænmeti er soðið lengi í miklu vatni þá tapast mikið af næringarefnum. radísur rófa kartöflur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=