Gott og gagnlegt 1

Blómkál Blómkál eru hálfþroskaðir blómknappar með misstórum blómleggjum. Það er hvít- gult og þétt í sér. Í blómkálinu er mikið af A-, B- og C-vítamíni. Hvítkál Hvítkál myndar næstum hnöttótt höfuð úr samanvöfðumblöðumsemeru ljósgræn á litinn. Hvítkál á að vera þétt vafið og þungt í sér. Í kálinu er mikið af A-, B- og C-vítamíni. Salat Margar tegundir af salati eru til og eru nokkrar þeirra ræktaðar hér á landi eins og klettasalat og jöklasalat. Í salati er mikið af A- og B-vítamíni. Ef salatblöð eru farin að linast má leggja þau í ískalt vatn áður en þau eru borin fram. Hreinsun 1. Fjarlægið visin blöð og skerið burt skemmdir. 2. Skolið úr köldu, rennandi vatni. 3. Látið vatnið renna vel af grænmetinu á grind eða þurrku. Geymsla Blaðgrænmeti er hægt að geyma hreinsað í plastpoka eða íláti í kæliskáp í nokkra daga. 16 – Heimilisfræði 5. bekkur rósakál spergilkál klettasalat rauðkál blómkál steinselja jöklasalat Grænmetisfat með ítölsku ívafi Efni: 1–2 dl ósoðið pasta, til dæmis slaufur eða skrúfur grænmeti að eigin vali, til dæmis gúrkubiti, tómatur, blaðlauksbiti, ýmsir litir af paprikum, sveppir, ferskt spínat, blaðsellerí, grænkál, graslaukur, blómkál, jöklasalat, kínakál, hvítkál eða aðrar tegundir sem eru fáanlegar á hverjum tíma 1 dl tómatpastasósa 1 dl kalt vatn 2–3 msk rifinn ostur Aðferð: 1. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakka. Hellið vatninu af í gegnum sigti og setjið pastað í skál. 2. Veljið, hreinsið og skerið grænmeti og raðið á litríkan hátt á fat. 3. Mælið pastasósuna og setjið í pott ásamt vatninu og hitið varlega að suðu. 4. Rífið ostinn í litla skál og berið fram með grænmetinu, pastanu og sósunni. Gott er að bera ristað brauð eða hrökk­ brauð fram með þessum rétti. Blaðgrænmeti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=